Verðmæti vatns á Íslandi
Ísland er lítil þjóð, landnemar settust þar fyrst að árið 874 e.Kr. Lengst af sögu sinni hefur landið verið afskekkt, staðsett rétt fyrir neðan Norðurheimskautsbauginn. Burtséð frá umfangsmiklum fiskimiðum, er vatn helsta náttúruauðlind Íslands. Í þessari ritgerð er fjallað um breytt sögulegt mikilvægi og nútímagildis vatns á Íslandi. Ég bendi á mikivægi á köldu neysluvatni sem var „frítt“ fyrir almenning þar til um síðustu aldamót, þegar það varð að ákveðnu leyti markaðsvætt. Ég sýni hvernig gildi vatns er í eðli sínu bundið við vistfræði, breyttar hugmyndir um almannaheill og markaðsvæðingu.
Höfuðborg Íslands, Reykjavík, var nefnd svo af fyrstu landnemunum á Íslandi vegna gufunnar sem rís úr náttúrulegum jarðhitaholum á svæðinu. Íslendingar hafa löngum þvegið þvott og baðað sig í náttúrulega heitum laugum. Í 13. aldar heimildum er vísað til sagnfræðingsins, skáldsins og stjórnmálamannsins Snorra Sturlusonar sem byggði heita laug í Reykholti, laug sem er enn í notkun. Jarðhitavatn hefur ekki aðeins verið notað til hreinlætis og líkamlegra þæginda. Þegar Íslendingar hófu virkjun vatnsafls við stíflun jökuláa árið 1904, byrjuðu þeir einnig innlagnir á jarðhitavatni á heimili fólks. Um 1970 voru 43% íslenskra húsa hituð með jarðvarma og í dag á það við um 90% heimila.
Íslendingar halda því fram að þeir eigi besta drykkjarvatnið í heimi. Vatnið er síað í basaltríku hrauni og þó það sé hátt í sýrustigi þá er það lágt í magni steinefna, sem gerir það sérstaklega hentugt til að svala þorsta. Vatn er einnig í miklu magni á Íslendi þar sem það rignir að meðaltali 213 daga á ári hverju. Íslendingar hófu umfangsmikla virkjun á köldu vatni árið 1909 með byggingu Gvendarbrunna, stærsta verkefni Íslendinga á þeim tíma. Gvendarbrunnar eru á hraunhjúpuðu svæði, skammt frá Reykjavík, sem veitir fullkomna síun regnvatns fyrir grunnvatnsstraumana sem virkjaðir eru til drykkjarvatns. Aðeins nokkrum árum eftir opnun Gvendarbrunna jókst neysla á köldu vatni úr 18 lítrum á dag í yfir 200 lítra fyrir hvern íbúa á svæðinu, sem sýnir fram á „lúxus“ kalda vatnsins sem rennur úr krana á heimili þínu (Veitur, 2020).
Iceland is a small nation, first settled in 874 AD. For most of its history it has been remote, situated just below the Arctic Circle. Apart from its extensive fishing grounds, Iceland’s main natural resource is water. This essay explores the changing historical importance and the contemporary value of water in Iceland. I trace cold water’s location as a free public good until the turn of the 21st century, when it came to be commodified. I show how the value of water is intrinsically tied to ecologies, changing notions of public good, and commodification.
Icelanders have a long history of public washing and bathing in natural hot springs. The capital of Iceland, Reykjavik, literally means ‘Smokey Bay’, named by the first settlers in Iceland due to the steam rising from natural geothermal vents in the area. 13th century records refer to the historian, poet and politician Snorri Sturluson constructing a thermal pool in Reykholt, which is still in use. Geothermal hot water has not only been used for hygiene and bodily comfort. As Icelanders started harnessing hydropower by the damming of glacial rivers in 1904, they piped geothermal water into people’s homes. By 1970, 43% of Icelandic houses were heated with geothermal energy, and today this applies to 90% of homes.
Icelanders claim that they have the best drinking water in the world. The water is filtered through basalt rich lava and, while high in acidity, it is low in minerals, making it particularly suited to the quenching of thirst. Water is also abundant as it rains on average 213 days every year. Icelanders began extensive harvesting of cold water in 1909, with the construction of Gvendarbrunnar, Iceland’s largest construction at the time. Gvendarbrunnar is a lava covered area, close to Reykjavik, that provides a perfect filtering of rainwater for the ground water currents sourced for drinking water. Only a couple of years after the opening of Gvendarbrunnar, cold water consumption increased from 18 litres a day to over 200 litres for each of the local inhabitants, demonstrating ‘the luxury’ of cold water running from a tap in your home (Veitur, 2020).
Sambland vatnsafls og jarðvarma framleiðir allt rafmagn á Íslandi. Greinilega leiddi „virkjun“ á heitu og köldu vatni Íslendinga inn í nútímann á 20. öld.
Í dag veita Gvendarbrunnar vatn fyrir helming þjóðarinnar. Það er einfaldlega spurning um að skrúfa frá kaldavatnskrananum og ómælt rennur vatnið. Kalt vatn á Íslandi er verðlagt eftir fermetra stærð íbúðar, t.d. í Reykjavík er árlegt „kostnaðargjald“ um 5200 ISK og árlegt „notendagjald“ er 370 ISK á hvern fermetra. Auðvelt er að skrúfa frá krana af mjög ódýru vatni sem gæti þýtt að verðmæti hreins drykkjarvatns sé tekið sem sjálfsögðum hlut af Íslendingum —ólíkt íbúum Danmörku, þar sem margir greiða nálægt 1200 ISK fyrir rúmmetra af neysluvatni.
Um síðustu aldamót fóru hugmyndir um gildi og verðmæti drykkjarvatns að breytast. Alþjóðleg Samtök um Vatnsnotkun, sem stofnuð voru í Haag árið 2000, staðfestu áherslur á vatn sem verslunarvöru, ekki bara almenn mannréttindi (Morgunblaðið, 2000). Það tók ekki langan tíma fyrir íslenska athafnamenn að sjá vörugildi vatns sem komu fljótt á fót átöppunaraðstöðum. Flestum Íslendingum fannst slíkar framkvæmdir fáránlegar—hver myndi vilja kaupa vatn sem flutt var alla leið frá Íslandi? Fljótlega var varpað fram öðrum spurningum, svo sem hver átti vatnið sem verið var að tappa á flöskur, hver átti kalda vatnið á Íslandi, og var verið að breyta samfélagslegri auðlind í einkaeign? Verðmæti kalda vatnsins var að breytast, og hefur skýrast sést þegar litið er á áhrif af gríðarlegri aukningu á fjölda erlendra ferðamanna til landsins sem og almennri uppvakning um umhverfismála.
The combination of hydroelectricity and geothermal power provides all electricity in Iceland. Hence, the ‘harvesting’ of hot and cold water brought the peasant Icelander
into Modernity in the 20th century.
Today, Gvendarbrunnar provides water for half of the population of Iceland. It is simply a matter of turning the cold water tap on and, unmetered, it runs. Cold water in Iceland costs by the square meter size of residence apartments, e.g. in Reykjavik the annual ‘cost fee’ is around A$56, and annual ‘user fee’ A$4 per/square meter. The ease of turning the never-ending tap of very cheap water on might mean that the value of clean drinking water is easily taken for granted by Icelanders—different from Denmark, where many pay close to A$13 for a cubit meter of potable water.
At the turn of the 21st century, with the commodification of bottled drinking water notions of the value of water began to change. The International Water Association, established in the Hague in 2000, introduced a focus on water as a commodity, not simply human rights (Morgunblaðið, 2000). It did not take long for Icelandic entrepreneurs, to embrace water as a commodity, and swiftly establish water bottling facilities. Most Icelanders found such commercial ventures to be ridiculous—who would want to buy water transported all the way from Iceland? Soon, other questions were raised, such as whose water was being bottled and sold, who owned the cold water of Iceland, why was a communal resource being transformed into a private asset? The value of cold water was changing, impacted by increased number of foreign tourists and awakening of environmental issues.
Vaxandi straumur ferðamanna á ári hverju (2,1 milljón árið 2017) til eyju með 365.000 íbúa setur mikinn þrýsting á bæði félagslegt innviði og náttúrulegt umhverfi; eitt dæmi er plastvatnsflaskan. Ein af fyrstu spurningunum sem ferðamaður í nýju landi spyr er, má ég drekka kranavatnið? Jafnvel þótt ferðamenn séu sannfærðir um að óhætt sé að drekka vatnið á Íslandi, velja margir að kaupa vatn í flöskum. Það er kaldhæðnislegt, því að á Íslandi er flöskuvatnið kranavatn! Eftir því sem umhverfisumræðurnar styrkjast eru Íslendingar farnir að átta sig á nauðsyn þess að safna saman og vinna úr þeim milljónum af plastflöskum sem keyptar eru árlega. Þrátt fyrir að Íslendingar selji enn „kranavatn í plastflöskum“ þá hafa þeir einnig byrjað að biðja fólk um að hætta að kaupa þessar flöskur. Árið 2018 hóf umhverfis- og auðlindaráðuneytið herferð—„Turn the Tap On“ (skrúfið frá krananum)—þar sem ferðamenn eru hvattir til að drekka kranavatn á ferðalögum hér á landi (Fontaine, A. 2018). Kranavatn á flöskum hefur gefið Íslendingum áskorun.
Ólíkt köldu vatni hefur heitt vatn sérstaka lykt og bragð. Náttúrulegt heitt vatn á Íslandi lyktar eins og rotin egg, það hefur biturt og salt bragð og alls ekki er mælt með því að drekka það. Heita vatnið á Íslandi lyktar af jarðhita uppruna sínum, þ.e.a.s. brennisteini. Uppruna heita vatnsins má rekja til jarðfræðilegrar staðsetningar Íslands, landið fæddist úr gjá milli tveggja meginlandsplatna. Landið er „heitt“, með mörg virk eldfjöll og fjölmarga hveri. Eldstöðvarnar, óhjákvæmilega fæðingarstaðir eyjunnar, hafa oft verið orsök eyðileggingar og dauða. Jarðhitavatn hefur á hinn bóginn verið Íslendingum mikil auðlind.
The influx of millions of tourists every year (2.1 million in 2017) to an island with a population of 360.000 people places great pressure on both infrastructure and environment; one example is the plastic water bottle. One of the first questions a traveller in a new country asks is, can I drink the tap water? Even if assured that water is safe to drink, many choose bottled water. Ironically, in Iceland, the bottled water is tap water! As environmental discourses grow stronger, Icelanders have begun to realise the need to collect and process the millions of plastic water bottles bought annually. Hence, while Icelanders still sell ‘tap-water in plastic bottles’, they have also began asking people to stop buying these bottles. In 2018 the Ministry for the Environment and Natural Resources and the Environment Agency of Iceland launched a campaign—“Turn the Tap On”—encouraging tourists to drink tap water while travelling in Iceland (Fontaine, 2018). Bottled tap water has given Icelanders a challenge.
Unlike cold water, hot water has a distinct smell and taste. Natural hot water in Iceland smells like rotten eggs, it has a bitter, salty taste and is not recommended for drinking at all. The hot water in Iceland smells of its geothermal origins, i.e. sulphur. The geothermal origins of the hot water are due to the geological location of Iceland, born out of a rift between two continental plates. The land is a “Hot Spot”, with a high concentration of active volcanos and numerous geysers and hot springs. The volcanos, while inevitably the birthplaces of the island, have often been the cause of devastation and death. The geysers (thermal water) and hot springs have on the other hand been a great resource for Icelanders.
Heitt eða kalt, hreint eða lyktandi, vatn sem hrein uppspretta raforkuframleiðslu (jarðvarma og vatnsafls) hefur valdið því að á Íslandi er hæsta raforkunotkun á einstakling í heiminum. Þessi neysla snýr að álframleiðslu sem hófst fyrir 50 árum. Mikið af ódýru rafmagni—framleiðslukostnaður var 1/3 af meðaltali heimsins—laðaði álframleiðendur víðs vegar um heiminn til Íslands. Þessi álbræðsla neytir um 70% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi. Hins vegar, þegar verð á áli lækkaði á alþjóðamörkuðum og verð á rafmagni hækkaði á Íslandi, fór stærsti álframleiðandinn, Rio Tinto, að íhuga að lokun á íslenska álverinu, aðgerð sem getur leitt til mikils offramboðs á ‘vatnsframleiddu’ afli (Hume, N. 2020).
Þegar Ísland heldur lengra inn í 21. öldina er augljóst að gildi vatns heldur áfram að breytast. Fólk stundar enn heitar heilsulindir og sundlaugar, Gvendarbrunnar útvega enn vatn fyrir kranana og heita vatnið klikkar sjaldan. Ísland er nú hluti af hnattrænum heimi þar sem vatn er markaðsvætt—hvort sem það er í sambandi við átöppun og sölu á drykkjarvatni (eða ekki!) og notkun vatnsafls-rafmagns til að framleiða ál—og greinilegt er að hefðbundið gildi og verðmæti vatns sem auðlind alls samfélagsins er að breytast. Íslendingar hafa ‘beislað’ vatn, það er ein mesta auðlind landsins, en vatn tilheyrir ekki lengur öllum.
Hot or cold, clean or smelly, water as a clean source for electricity production (geothermal and hydroelectricity) has resulted in Iceland having the highest consumption of electricity per capita in the world. This consumption relates to aluminium production, which began 50 years ago. The abundance of cheap electricity—production costs were 1/3 of the global average—attracted aluminium producers from across the globe to Iceland. These aluminium smelters consume around 70% of all electricity produced in Iceland. However, as the price of aluminium drops on international markets and the price of electricity rises in Iceland, the biggest producer, Rio Tinto, is already considering closure of its Icelandic smelter, which will result in a huge oversupply of ‘water produced’ power (Hume, 2020).
As Iceland ventures further into the 21st century it is evident that the value of water continues to change. People still frequent hot spas and pools, Gvendarbrunnar still provide water for the taps, and hot water heating rarely falters. However, as Iceland is now a part of the global world the commodification of water—be it in relation to bottling and selling drinking water (or not!) and using water-generated electricity to produce aluminium—the conventional value of water as a communal resource is changing. Icelanders might have ‘harnessed’ water, it is one of the land’s greatest resources, but water no longer belongs to all.
References
Fontaine, A. 2018. ‘Encouraging Tourists To Not Buy Bottled Water’, Grapewine¸24/11/2018. https://grapevine.is/news/2018/09/24/icelandic-govt-to-launch-campaign-encouraging-tourists-to-not-buy-bottled-water/ (accessed 02.05.2020).
Hume, N. 2020. ‘Rio weighs closure of Icelandic smelter as it struggles with power costs’, Financial Times, 12/02/2020. https://www.ft.com/content/ae31b452-4d76-11ea-95a0-43d18ec715f5 (accessed 04.05.2020)
Morgunblaðið, 2000. ‘Mikilvægt að vernda vatnsauðlindirnar’, 18/03/2000. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/524831/ (accessed 01/02/2020)
Veitur, 2020. ‘Gvendarbrunnar’ https://www.veitur.is/en/gvendarbrunnar (accessed 02/05/2020)
Featured image
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er gríðarstórt jökullón, þar sem ís færist af og vatn flýtur undan Vatnajökli, stærsta jökli Evrópu.
Jökulsárlón Lagoon on Breiðamerkursandur is a huge glacial lagoon, created by ice moving off, and water moving from beneath, Vatnajökull Glacier, the biggest glacier in Europe, June 2015. Photo by author.
Disclaimer: The non-English content in this blog is a translated version of the English content provided either by the authors of the article or by the translators assigned by respective authors. Issues journal shall not be responsible for any inaccuracies or errors, both direct and indirect, in the translation. If any questions arise concerning the accuracy of the information presented by the translated version, please refer to the English content of the same.
DOI: https://doi.org/10.51142/issues-journal-2-1-2